Hryssur og folöld

Við vorum heppin í ár 4 hryssur og 4 hestar.  Það er svo skrítið í þessari hrossarækt að á þessu heimili skiptir ekki máli með litinn á folaldinu heldur bara hvort kynið er, ef um hryssu er að ræða þá eru allir brosandi út að eyrum. Viðja hans Gísla kastaði brúnum hesti þann 15. apríl undan Hóf frá Varmalæk.  Orka kastar brúnum hesti þann 21. apríl undan Merkúr frá Feti. Viðja Kötlu kastar brúnstjörnóttri hryssu þann 9. maí undan Glæsi frá Litlu-Sandvík.  Fiðla kastar brúnni hryssu þann 16. maí undan Dyn frá Hvammi.  Kolskör kastar brúnum hesti þann 19. maí undan Ás frá Ármóti.  Lukka kastar 29. maí rauðri hryssu undan Merkúr frá Feti.  Ósk kastar brúnum hesti þann 2. júní undan Sæ frá Bakkakoti.  Prýði kastar brúnni hryssu þann 14. júní undan Adam frá Ásmundastöðum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.