Nú er Landsmót af staðið, til hamingju Fákur hvað vel tókst til.

Nú er Landsmót af staðið og mér finnst hafa tekist vel til hjá Fáki að halda mót.  Ég var ekki nema föstudag og laugardag á mótinu en allir þeir útlendingar sem komu til okkar voru þvílíkt ánægðir ásamt því að ég talaði við nokkra knapa og allir voru þeir jafn ánægðir með aðstöðuna.  Við seldum nokkra hesta í tengslum við Landsmót og alltaf er það svo að okkur vantar barnþæga hesta fyrir viðskiptavini okkar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.