Nú höfum við fengið 1. verðlauna stóðhest

IS2008186507 Óskahringur frá Miðási fór í flottan dóm upp á Miðfossum í vor. Hann hlaut í sköpulag 8,11 og 8,32 fyrir hæfileika, við erum mjög sátt við þennan dóm á 5 vetra hest sem er að koma fram í fyrsta sinni.  Óskahringur er undan Ósk frá Hestheimum og Hróð frá Refsstöðum.  Óskahringur er í hólfi hér heima í Miðási að sinna nokkrum hryssum.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.