Þrjú folöld í Miðási

Þetta árið fæddust þrjú folöld hjá okkur í Miðási.

folöld 2

folöld

 

 

 

Þemað í nöfnunum í þetta skiptið var íslensk sönglög.

Fyrst fæddist hestur undan Prýði og Stála frá Kjarri, hann fékk nafnið Penni (úr Ein stutt ein löng). Prýði fór í sæðingu, flutt var sæði norðan úr Skagafirði úr Hróði frá Refstöðum og hún er sónuð fylfull.

Næst kom hestur undan Kvintólu og Óskahring frá Miðási, hann fékk nafnið Kveldúlfur (úr Fuglinn segir bí bí bí). Kvintóla fór aftur til Óskahrings.

Síðast kom svo hryssa undan Ósk og Adam frá Ásmundarstöðum, hún fékk nafnið Ómaría (úr Ómaría mig langar heim). Ósk var sædd við Óm, en eftir á að athuga hvort hún sé fengin.

Litaræktunin fór nú þannig þetta árið að þau eru öll brún folöldin sem fæddust.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.