Hætt með ferðaskrifstofuleyfi.

Nú höfum við ákveðið að hætta með ferðaskrifstofuleyfi. Búin að vera með það leyfi í nokkuð mörg ár. En á þessu ári erum við búin að vera í ferðaþjónustu í 30 ár.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Lítil vinnukona :)

Þessa dagana er búin að vera lítil tamningakona hjá okkur í Miðási. Henni finnst fátt skemmtilegra en að fara á hestbak með afa sínum og skríkir af gleði 

Um leið og litli gleðigjafinn okkar er hjá okkur skín sólin skærar hjá okkur bæði á himni og í hjörtunum hjá afa og ömmu

10387602_324754961023694_4335619631063366192_n10497853_324754931023697_6765902375266176981_o

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Þrjú folöld í Miðási

Þetta árið fæddust þrjú folöld hjá okkur í Miðási.

folöld 2

folöld

 

 

 

Þemað í nöfnunum í þetta skiptið var íslensk sönglög.

Fyrst fæddist hestur undan Prýði og Stála frá Kjarri, hann fékk nafnið Penni (úr Ein stutt ein löng). Prýði fór í sæðingu, flutt var sæði norðan úr Skagafirði úr Hróði frá Refstöðum og hún er sónuð fylfull.

Næst kom hestur undan Kvintólu og Óskahring frá Miðási, hann fékk nafnið Kveldúlfur (úr Fuglinn segir bí bí bí). Kvintóla fór aftur til Óskahrings.

Síðast kom svo hryssa undan Ósk og Adam frá Ásmundarstöðum, hún fékk nafnið Ómaría (úr Ómaría mig langar heim). Ósk var sædd við Óm, en eftir á að athuga hvort hún sé fengin.

Litaræktunin fór nú þannig þetta árið að þau eru öll brún folöldin sem fæddust.

 

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Óskahringur í kynbótadóm á miðvikudag kl. 19:00 í Landsmótsviku

Við endum í hestaferðinni á miðvikudaginn og spurning hvort við slúttum ekki bara ferðinni eftir að við höfum farið og séð dóminn á Óskahring, það verður gaman að fylgjast með.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Kjarnorka frá Miðási í kynbótadóm á mánudag kl. 13:00

Það verður gaman að fylgjast með (sennilega í gegn um síma þar sem við verðum í hestaferð) hvernig gengur með Kjarnorku á mánudaginn í Landsmótsviku.Platína, Kjarnorka og Orusta 068

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Auglýsing vegna ferðar sem við ætlum að fara eftir Landsmót.

Við ríðum heim frá Laufási eftir Landsmót og erum ekki búin að fylla þá ferð nánari upplýsingar hér.Screenshot 2014-06-24 20.19.50 (2)

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Nýtt spjald til að mynna á að við höfum söluhross um Landsmót 2014

Er búin að gera hestalista með um 30 söluhrossum sem við erum með tilbúin, fyrir Landsmót, bæði hross sem við förum með í hestaferðirnar og eins stóðhestar sem vera heima eða heimavið.Screenshot 2014-06-24 20.19.40 (2)

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Smá fréttir frá Miðási.

Höfum verið ódugleg að setja inn fréttir á síðuna en hér kemur nýtt auglýsingaspjald fyrir Miðás.Screenshot 2014-06-24 20.19.31 (3)

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Jibbí 4 hross okkur fædd komin í fyrstu verðlaun á árinu

Það er mikil lukka á bænum, tvær hryssur frá okkur fóru í 1. verðlaun í dag á miðsumarssýningu.  Þá erum við búin að fá fjögur 1. verðlauna hross  á þessu sumri sem eru okkur fædd Það er Tvenna sem er 7 vetra og hann Atli okkar á, Það er Óskahringur 5 vetra sem er fyrsti stóðhesturinn sem við höfum eignast,  Kjarnorka 5 vetra og Platína 5 vetra einnig fór Orusta sem er líka 5 vetra í fyrstu verðlaun í dag fyrir byggingu, en hún fór ekki í fullnaðardóm.  Jibbí.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Nú höfum við fengið 1. verðlauna stóðhest

IS2008186507 Óskahringur frá Miðási fór í flottan dóm upp á Miðfossum í vor. Hann hlaut í sköpulag 8,11 og 8,32 fyrir hæfileika, við erum mjög sátt við þennan dóm á 5 vetra hest sem er að koma fram í fyrsta sinni.  Óskahringur er undan Ósk frá Hestheimum og Hróð frá Refsstöðum.  Óskahringur er í hólfi hér heima í Miðási að sinna nokkrum hryssum.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir