Stóðhestaval

Það er alltaf svo spennandi að velja stóðhesta fyrir hryssurnar, en þessir urðu fyrir valinu í sumar. Prýði fór undir Klett, Ósk fór undir Spuna fyrir Landsmót, Fiðla fór til Spóa, Kolskör fór undir Auð, Viðja Kötlu og Spes fóru undir Arð, Viðja Gísla fór undir Hrímni frá Ósi, Klassik fór undir Héðinn frá Feti, Vör, Orka og Kæti fóru undir Frið frá Feti.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Hryssur og folöld

Við vorum heppin í ár 4 hryssur og 4 hestar.  Það er svo skrítið í þessari hrossarækt að á þessu heimili skiptir ekki máli með litinn á folaldinu heldur bara hvort kynið er, ef um hryssu er að ræða þá eru allir brosandi út að eyrum. Viðja hans Gísla kastaði brúnum hesti þann 15. apríl undan Hóf frá Varmalæk.  Orka kastar brúnum hesti þann 21. apríl undan Merkúr frá Feti. Viðja Kötlu kastar brúnstjörnóttri hryssu þann 9. maí undan Glæsi frá Litlu-Sandvík.  Fiðla kastar brúnni hryssu þann 16. maí undan Dyn frá Hvammi.  Kolskör kastar brúnum hesti þann 19. maí undan Ás frá Ármóti.  Lukka kastar 29. maí rauðri hryssu undan Merkúr frá Feti.  Ósk kastar brúnum hesti þann 2. júní undan Sæ frá Bakkakoti.  Prýði kastar brúnni hryssu þann 14. júní undan Adam frá Ásmundastöðum.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

4 hross til Californiu

George og Joan Parker komu í heimsókn og keyptu 4 hross til að fara með heim til Californiu.  Til hamingum með hrossin ykkar.

Flygill er einn af Californiu hestunum.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Hestaferðir

Við höfum verið mikið í hestaferðurm í sumar, búin að fara þrisvar yfir Rangána og Þverána austur í Laufás, alveg frábær reiðleið frá Miðási niður í Sauðholt í Þykkvabæ, þaðan upp með Rangánni yfir vöðin.  Ingimar á Sólvöllum hefur rekið frá stóðið og vísað okkur veginn yfir árnar.  Við komum yfir þverána við Bakkakot og höfum svo riðið heimsmeistarabrautina að Grímsstöðum og endað í Laufási alveg frábær reiðleið.

Þeir eru ekki með neinn sútarsvip þessir.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Tamingamaðurinn Árni Geir

Við vorum svo heppin að fá hann Árna Geir til okkar í sumar.  Hann hefur unnið við tamingar ásamt því að vera alveg frábær járningamaður. Svo er hann Skagfirðingur og frábær söngmaður, ekki leiðinlegt.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Ofsi fór í fyrstu verðlaun í byggingu.

Gísli fór með hann Ofsa í byggingardóm í vor hann hlaut fyrstu verðlaun 8,13.  Ofsi er undan Orku frá Sauðárkróki og Þyt frá Neðra-Seli.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Tamningaferð með frábærum félögum frá Færeyjum.

Um mánaðarmótin júní/júlí fórum við í góða tamningaferð með frábærum félögum frá Færeyjum, Knút, Regin og Ragnari.  Knút keypti einn hest hann Kjalar, bara eitt vandamál enginn útfluttningur til Danmerkur fyrr en seinnipart sumars. 

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Búið að vera frábært sumar.

Matti vinur okkar frá Þýskalandi kom í heimsókn og var að leita af hrossum til kaups, hann keypti 4 hross sem fóru út snemma í sumar, hann er ánægður með þá og þeir kominir í hlutverk, farnir að vinna fyrir sér í nýja reiðskólanum sem er staðsettur á frábærum stað mitt í Stuttgart.  Til hamingju Matti.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Kæti og Klassík

Því miður hafa þær látið báðar mæðgurnar Kæti og Klassík.  þannig að nú er verið að huga að því að finna góðan fola í hólf.  Kannski er þetta bara leið hjá skaparanum til að við fjölgum ekki um of en við eigum von á 8 folödlum þetta árið.

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir

Orka gamla klikkar ekki.

Orka gamla sem er nú 26 vetra kastaði brúnum hesti 21. apríl algjör lottóvinningur.  Við settum gömlu drottningarnar Vör og Orku hjá Merkúr frá Feti í hólf.  Vör er geld en Orka kom með fallegan hest. 

Posted in Óflokkað | Lokað fyrir athugasemdir